top of page

Viðbragðsáætlun vegna óveðurs

 

Kennsla er að jafnaði ekki felld niður þótt veður sé slæmt og skólabíll aki ekki á milli starfstöðva. Við slíkar aðstæður mæta starfsfólk og nemendur til vinnu í þeim bæjarkjarna þar sem þeir búa. Það er mikilvægt að foreldrar fylgi barni sínu inn í skóla þegar óveður geysa og sæki það inn í skólann í lok dags sé þess óskað. Það er hins vegar á valdi forráðamanna að meta hvort rétt sé að senda nemendur í skólann enda tilkynni þeir í skólann þá ákvörðun sína líkt og önnur forföll. Í tilvikum þegar ákvörðun um niðurfellingu aksturs er tekin er unnið samkvæmt eftirfarandi viðbragðsáætlun:

 

Ákvörðun um niðurfellingu aksturs liggi fyrir ekki síðar en kl. 7:30 og er hún tilkynnt á fésbókarsíðu skólans, SMS og tölvupóstur sendur á foreldra og starfsfólk. Einnig haft samband við fréttastofu RÚV og Bylgjunnar.

Á skólasvæði sunnan heiðar er skólahald að fullu fellt niður, eða því seinkað, séu veður eða færð metin ófær. Samskipti vegna þess fara fram símleiðis.

 

Móttaka í skóla:

Safnstöð nemenda sem ættu að fara með rútum á Hellissand en mæta í Ólafsvík er matsalur skólans undir stjórn starfsmanna.

Safnstöð nemenda sem ættu að fara með rútum til Ólafsvíkur en mæta á Hellissand er matsalur skólans undir stjórn starfsmanna.

 

Að skóladegi loknum:

Ef skólastjórnandi metur aðstæður á þann hátt að nemendum sé ekki óhætt að ganga heim úr skólanum er sent SMS skilaboð og tölvupóstur til foreldra. Við slíkar aðstæður skal enginn fara úr skólanum nema foreldrar sæki börn sín inn í skólann nema með fullu samráði og samþykki foreldra.

 

Á skólatíma:

Ef óveður skellur á, á skólatíma og skólaakstur er felldur niður eru meginreglur þessar:

  • Frétt um niðurfellingu ferða er sett á fésbókarsíðu skólans, sent SMS skilaboð og tölvupóstur til foreldra.

  • Óskað verður fylgdar lögreglu og/eða björgunarsveitar með rútum ef þurfa þykir. Ef forráðamenn óska þess að sækja börn sín, er það sjálfsagt.

 

Það eru vinsamleg tilmæli skólayfirvalda að nemendur séu ekki sóttir í skólann á skólatíma, þegar veður eru válynd. Við sendum út fréttatilkynningu þess efnis óskum við eftir að nemendur séu sóttir á skólatíma.

bottom of page