top of page

Þroskaþjálfar
Þroskaþjálfarar skólans eru þær Margrét Eva Einarsdóttir og Guðný Hanna Sigurðardóttir
Starfslýsing þroskaþjálfa felur hvað helst í sér verkefni á sviði valdeflingar, ráðgjafar, ummönnunar, uppeldis, fræðslu, leiðsagnar og stjórnunar með það að markmiði að auka lífsgæði og velferð fólks. Sérstaða þroskaþjálfa er annars vegar víðtæk og hagnýt þekking á sviði stefnumótunar, skipulags og framkvæmdar heildrænnar þjónustu og hins vegar einstaklingsmiðuð þjónusta, óháð aldri og aðstæðum. Þroskaþjálfar eru fagstétt sem sérstaklega hefur menntað sig til starfa með fötluðu fólki á öllum aldri. Hugmyndafræði stéttarinnar byggist á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og sjálfsákvörðunarrétti. Þroskaþjálfar hafa það markmið í störfum sínum að styðja virka þátttöku í samfélagi án aðgreiningar. Litið er á hverja manneskju sem einstaka og í samstarfi við hana leitað leiða til aukinna lífsgæða.
Velkomið er að hafa samband á tölvupóstfangið : mee(hja)gsnb.is eða gudny(hja)gsnb.is
bottom of page