Sjálfsmat Grunnskóla Snæfellsbæjar
Langtímaáætlun um innra mat, 2020 - 2024
2023 - 2024
Íslenska æskulýðsrannsóknin: Niðurstöður úr könnun í Grunnskóla Snæfellsbæjar: Lokaskýrsla
2022 - 2023
2021 - 2022
Áætlun um öryggi og heilbrigði
2020 - 2021
2019 - 2020
2018 - 2019
2017 - 2018
2016 - 2017
Minnisblað vegna stöðu skólans í samræmdum könnunarprófum
2015 - 2016
Ytra mat grunnskóla - Grunnskóli Snæfellsbæjar
Tilgangurinn með sjálfsmati skóla er fyrsta og fremst að vera umbótamiðað, þ.e. greina stöðuna, vinna áætlun um hvað vel er gert og hvað má betur fara og hrinda áætlunin í framkvæmd.
Í greinum 35. og 36. í Lögum um grunnskóla frá 2008 ber öllum grunnskólum að framkvæma innra mat. Tilgangur þess er að kanna hvort markmiðum skólans hefur verið náð, greina sterka og veika þætti í skólastarfinu og skapa þannig grunn að umbótum. Margir ólíkir þættir hafa áhrif á skólastarf og skólar verða að koma til móts við ólíkar þarfir. Innra matið verður stöðugt að vera í gangi og er langtímamiðað. Með því fer fram víðtæk gagnasöfnun um skólastarfið. Innra mat skóla er því leið til að miðla þekkingu um skólastarfið og er liður í þróun skólans.
Samkvæmt 5., 6. og 37. greinum Grunnskólalaga er það í verkahring sveitastjórna að sinna mati og eftirliti með gæðum skólastarfs. Þær upplýsa ráðuneytið um framkvæmd skólahalds, innra mat skóla, ytra mat sveitarfélaga, framgang skólastefnu sinnar og áætlanir um umbætur. Samkvæmt 38. grein grunnskólalaga kemur fram að menntamálaráðuneytið annast greiningu og miðlun upplýsinga um skólahald í grunnskólum á grundvelli upplýsinga frá sveitarfélögum skv. 37. gr. og með sjálfstæðri gagnaöflun.
Farin var sú leið að styðjast við líkan sem Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélag gaf út árið 2012. Líkan þetta er kynnt í bæklinginum Viðmið um gæði í skólastarfi fyrir ytra mat á grunnskólum. Við úttekt á skólastarfi styðjast ráðgjafar ráðuneytisins við þennan bækling. Í bæklingnum kemur fram að:
„Viðmiðin sem hér fara á eftir, eru fyrst og fremst byggð á lögum og reglugerðum um skólastarf og aðalnámskrá grunnskóla. Áherslur og straumar í skólastefnum sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands voru einnig hafðir til hliðsjónar auk Sameiginlegrar framtíðarsýnar fyrir grunnskólastarfið 2007-2020. Litið var til viðmiða í ytra mati víða erlendis, s.s. frá Englandi, Skotlandi, Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi og Kanada. Einnig var horft til viðmiða Reykjavíkurborgar í heildarmati á grunnskólum.“
Viðmiðin eru flokkuð í fimm yfirþætti sem eru svo flokkaðir í 18 undirþætti:
1. Nám og kennsla:
1.1 Inntak, árangur og framfarir
1.2 Skipulag náms og námsumhverfi
1.3 Kennsluhættir og gæði kennslu
1.4 Námshættir og námsvitund
1.5 Lýðræðisleg vinnubrögð, þátttaka og ábyrgð nemenda
1.6 Skóli án aðgreiningar
2. Mannauður:
2.1 Fagmennska starfsfólks
2.2 Starfsánægja, líðan og aðbúnaður á vinnustað
3. Stjórnun og skipulag:
3.1 Stjórnandinn sem faglegur leiðtogi
3.2 Stjórnun skólans
3.3 Faglegt samstarf
3.4 Skólaþróun og starfsþróun
3.5 Skóladagur nemenda, skólanámskrá, starfsáætlun, áætlanir og verklagsreglur
4. Skólabragur:
4.1 Viðmót og menning
4.2 Velferð og líðan nemenda
4.3 Samstarf heimila og skóla
5. Innra mat
5.1 Framkvæmd innra mats
5.2 Umbótastarf í kjölfar innra mats
Kosturinn við að fara þess leið voru að okkar mati að gott væri að styðjast við sömu þætti í matinu og metnir eru í ytra matinu, bæði þar sem skólinn er búinn að vera í slíku mati (sjá http://brunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/RSSPage.xsp?documentId=1AC247250AFE22D8002 57F00003178BC&action=openDocument) og mun væntanlega innan skamms lenda í slíku mati aftur. Þannig sjáum við það fyrir okkur að við getum stuðst við ytra mats skýrsluna og erum vel undirbúin að vera tekin út þegar röðin kemur að okkur aftur.