top of page

Þrælarnir í Þrælavík

Vagn Ingólfsson, húsvörður skólans og listamaður, kom með eitt verka sinna sem heitir Þrælarnir í Þrælavík, í skólann og sýndi nemendum í 1.-4. bekk. Nemendur voru mjög áhugasamir og spurðu margs. Kom m.a. fram í svörum Vagns að hann áætlaði að það hafi farið um 300 klst. í verkið sem hann vann á kvöldin og um helgar. Tilurð verksins rakti hann til rótarinnar sem honum áskotnaðist og kom úr Þrælavík en Þrælavík dregur nafn sitt af vígi þræla og þessi vísa var ort


Blóði drifin lágu lík.

logaði glóð í haugum,

þess vegna er Þrælavík

þakin fornum draugum.







Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page