top of page

„Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“

Ákall um samstöðu og samvinnu.


Við fáum ekki góðar fréttir af ungu fólki. Aukin neysla vímuefna, hnífaburður, harðara ofbeldi og vanlíðan meðal unglinga. Við teljum okkur vera í þokkalegum málum en höfum áhyggjur af þróun mála og óttumst að þessi ómenning geti skollið á unga fólkinu okkar, m.a. vegna áhrifa samfélagsmiðla.


Besta forvörnin er að við séum undirbúin, tölum saman, stöndum saman og leysum málin saman. Það mun enginn gera það fyrir okkur.


Ein af áherslum þessa skólaárs er að vinna með einkunnarorð skólans og það gerum við með því að vinna með bekkjarandann, styrkingu hópa, auka samkennd og samvinnu, bæta félags-, vináttu- og leiðtogafærni og aðstoða börn í félagslegum vanda.


Grunn- og leikskólinn í samstarfi við foreldrafélögin,standa fyrir fundi þriðjudaginn 17. september kl. 17:30, í skólanum í Ólafsvík. Hann er á vegum Heimilis og skóla og er um farsældarsáttmálann. Farsældarsáttmálinn er verkfæri sem byggir á því að foreldrar koma sér saman um ákveðin viðmið eða gildi sem þeir telja mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska allra barna í nærsamfélaginu. Hópurinn sameinast um viðmiðin í sáttmálanum og myndar þannig þorp utan um börnin.


Þriðjudaginn 8. október kl. 17:30 og verður Vanda Sigurgeirsdóttir með fund í Klifi þar sem áherslan er á samskipti og líðan barna.


Það er mikilvægt að foreldrar mæti með velferð barna sinna að leiðarljósi



Comentários


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page