top of page

Útikennsla

Nemendur í 2. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar nýttu góða veðrið á mánudaginn og fóru með myndmennta- og textílkennurum sínum út. Farið var í útikennslustofuna. Á meðan að verið var að gera grillið klárt fengu þau það verkefni að finna áhöld úr umhverfinu sem þau gætu teiknað með, síðan skiptu þau sér í þrjá hópa og teiknaði hver hópur dýr sem hann hafði valið sér. Þau grilluðu svo pylsur vafðar með deigi með aðstoð kennara sína. Það voru glaðir krakkar sem gæddu sér á bestu pylsum í heimi eins og þau orðuð það áður en haldið var til baka í skólann. Fannst þeim ekkert tiltökumál að vera úti þó kalt væri og voru svo að fara aftur út í frímínútur stuttu seinna.


Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page