top of page

Öðruvísi stærðfræði


Nemendur 5. bekkjar í Grunnskóla Snæfellsbæjar voru mjög einbeittir í tíma í síðustu viku. Þar vinna þeir í hópum á stöðvum að því að leysa ýmsar þrautir og verkefni; Sphero, Dash, Breakout, Makedo, Minecraft og Strawbees. Verkefnin byggja flest á forritun og rökhugsun og þurfa nemendur að nýta sér ýmsar aðferðir stærðfræðinnar til að leysa verkefnin svo sem hornamælingar, mælieiningar, form og rúmfræði. Auk þessa þurfa þeir að vinna vel saman og vera lausnamiðuð í úrlausnum verkefna sinna. Voru þeir á ýmsum stöðum í skólanum við þessa vinnu sína, bæði í kennslustofunum, frammi á gangi og í Snillismiðju skólans. Var þetta fyrsti tíminn í þessari stöðvavinnu og fannst kennurunum þeirra að þetta hefði gengið mjög vel og nemendur áhugasamir enda eru þeir búnir að læra forritun og vera í öðruvísi stærðfræði í allan vetur þar sem reynir meðal annars á rökhugsun og samvinnu.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page