Search
Árshátíðir
- hugrune
- Apr 7
- 1 min read
Nú eru tvær árshátíðir skólans af þrem búnar í þessari lotu, þ.e. árshátíð Lýsudeildar sem var föstudaginn 28. mars og árshátíð miðstigsins sem var í gær. Árshátíð yngsta stigsins verður þriðjudaginn 8. apríl.
Báðar þessar árshátíðir tókust mjög vel, góður leikur og nemendur voru áheyrilegir og lögðu sig fram um að gera sitt besta. Mikið og einlægt hrós og þakkir til þeirra sem komu að undirbúningi og framkvæmd þeirra. Viðburðir sem þessir eru menntandi fyrir nemendur, þeir þurfa m.a. að útbúa sviðsmynd, læra texta, koma fram, leika og sýna samstöðu sem reynist mörgum mjög erfitt.
Við megum vera stolt og ánægð með þessa viðburði sem eru skólanum til mikils sóma.

Comments