Árshátíðir
Fyrsta árshátíð skólans er föstudaginn 1. apríl og er það Lýsudeild skólans sem ríður á vaðið. Hún verður með hefðbundnu sniði.
Árshátíð Grunnskóla Snæfellsbæjar, Hellissandi og Ólafsvík verður haldin með breyttu sniði í ár þar sem eingöngu er um nemendasýningar að ræða. Þetta er uppskeruhátíð bekkjanna eftir erfiðan vetur í ljósi takmarkana þar sem lögð er áhersla á gleði og samveru. Hver bekkur mun sýna eitt eða fleiri atriði á sviði og að því loknu verður haldið ball. Nemendaráð skólans verður með sjoppu á staðnum.
Árshátíð 1.-4. bekkjar verður haldin þriðjudaginn 5. apríl, ekki 7. apríl eins og stendur á skóladagatalinu. Mæting er kl.17:00 í Röstina, Hellissandi, og verður árshátíðin til kl. 18:45.
Rútuferðir:
Frá Ólafsvík – Rif – Hellissandur kl. 16:45
Frá Hellissandi – Rif – Ólafsvík kl.18:45
Árshátíð 5.-7. bekkjar verður haldin þriðjudaginn 3. maí í félagsheimilinu Klifi, kl. 17:00-19:00. Nánar auglýst síðar þegar nær dregur.
コメント