top of page

Vísindasýning hjá 5.bekk

Nemendur í fimmta bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar voru með vísindasýningu fyrir foreldra og aðra áhugasama á dögunum. Þeir voru búnir að læra um ýmsa grunnþætti í eðlisfræði vikurnar á undan og var sýningin afrakstur frá þeirri vinnu. Þeim var skipt í hópa og hver hópur sagði frá og kynnti ákveðið viðfangsefni, t.d. hljóð, ljós, morsstafrófið, segulmagn, leyndarmál flugsins, vélar og fleira. Hver hópur var með bás og þar voru veggspjöld með upplýsingum um viðfangsefnið auk ýmissa tilrauna og hluta sem þeir notuðu til að segja frá og útskýra. Auk þess létu nemendur foreldra og aðra gesti prófa ýmsa hluti og tilraunir sem tengjast efninu. Nemendur stóðu sig með prýði og voru mjög ánægðir eftir daginn.



​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page