top of page

Viðhaldsmál

Í sumar var lyft grettistaki í viðhaldsmálum skólans. Á Hellissandi var skipt um flesta glugga byggingarinnar, lagður nýr þakdúkur, skipt um ofna í tveim stofum allir útveggir bollaðir niður með það að markmiði að hreinsa alla gamla málningu af, ytra byrði skólans múrað og byrjað að mála bygginguna að utan. Í Ólafsvík var skipt um glugga í fjórum stofum, sett ný millihurð á milli stofa nr 6 og 7, heimkeyrslan að eldhúsinu malbikuð, málaðar fjórar stofur og gangurinn á efri hæðinni. Við Lýsudeild skólans var þakið yfir miðálmunni bætt, stofurnar þar sem leikskólaselið hefur aðstöðu voru málaðar. Hafist var handa á haustdögum að reisa byggingu við starfstöðina, með tveimur kennslustofum.

Margt smálegt var gert sem ekki er talið upp hér og enn á eftir að ljúka við mörg viðhaldsverkefni og unnið verður við nú í haust og vetur.

Rétt er þakka bæjaryfirvöldum fyrir þetta framtak.













​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page