top of page

Við erum öll tengd

Nemendur í 6. bekk í Grunnskóla Snæfellsbæjar fengu afhent viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku sína í Friðvarveggspjaldasamkeppni Lions á Íslandi. Þema samkeppninnar að þessu sinni er “We Are All Connected” eða “Við erum öll tengd” Allir þeir sem tóku þátt fengu viðurkenningarskjal frá Lionsklúbbi Ólafsvíkur en nemendur unnu að myndum sínum í myndmennt hjá Ingu myndmenntakennara. Dómnefnd valdi svo eina mynd sem send var áfram til þátttöku á landsvísu þar sem valin verður ein mynd sem tekur þátt með myndum alls staðar að úr heiminum. Friðarveggspjalda keppnin var fyrst haldin árið 1988 og markmiðið með henni að gefa grunnskólanemendum tækifæri til að koma á framfæri á skapandi hátt hugmyndum sínum varðandi heimsfrið og miðla framtíðarsýn sinni til umheimsins. Um það bil 600.000 börn fra 75 löndum taka þátt í þessari keppni árlega. Eins og áður segir tók hluti 6. bekkjar þátt þar var svo Hanna Líf Kristgeirsdóttir sem varð hlutskörpust og var myndin hennar send áfram til að taka þátt í landskeppninni. Það var Hilmar Már Arason skólastjóri og Lionsmaður sem afhenti nemendunum viðurkenningarnar sínar. Á myndinni frá vinstri eru Hilmar Már Arason, Filip Steinn Ingvason, Kristján Mar Yilong Traustason, Bartlomiej Janewics, Sigurður Pétur Jónsson, Ari Osterhammer Gunnarsson, Hafsteinn Þorri Þráinsson, Eyrún Birta Ísfjörð Arnórsdóttir, Stefán Arnar Jóhannesson og Vilborg Lilja Stefánsdóttir deildarstjóri grunnskólans. Á myndina vantar Brajan Pienkowski sem einnig tók þátt og Hönnu Líf Kristgeirsdóttur.



Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page