top of page
Search

Upplestrarkeppni 7. bekkjar

  • Writer: hugrune
    hugrune
  • 36 minutes ago
  • 1 min read

Þriðjudaginn 29. apríl var haldin upplestrarkeppni 7. bekkjar í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Nemendur lásu upp textabrot úr sögunni Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason og ljóð að eigin vali. Nemendur æfðu sig fyrir keppnina að lesa skýrt og áheyrilega og það var greinilegt að allir lögðu sig fram um að gera sitt besta. 

Dómarar keppninnar voru Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Guðríður Þórðardóttir og Ari Bjarnason. Þeirra hlutverk var að velja þrjá fulltrúa og einn varamann fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Snæfellsnesi sem haldin verður á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi  fimmtudaginn 8. maí nk.


Fulltrúar skólans verða:

Lena Barbara Imgront

Oliver Mar Jóhannsson

Vigdís Júlía Viðarsdóttir

Til vara er Gunnar Bent Arason




 
 
 

Comentarios


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page