Sýning í þjóðgarðsmiðstöðinni
- hugrune
- 31 minutes ago
- 1 min read
Þriðjudaginn 29. apríl opnuðu nemendur í grunnskólanum í Snæfellsbæ og grunnskólanum í Grundarfirði sameiginlega sýningu í þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi. Tilefnið var að grunnskólarnir tveir ákváðu að leggja krafta sína saman og vinna með sögur tengdar Snæfellsnesi og heimabyggð skólanna.
Fimmtán nemendur úr 6. bekk grunnskóla Snæfellsbæjar túlkuðu sögu Bárðar Snæfellsás í refil unninn með blandaðri tækni undir handleiðslu textíl- og myndmenntakennara. Refillinn er 6,15 metrar á lengd og hálfur metri á hæð. Hver nemenda fékk eitt atvik úr sögunni en jafnframt höfðu nemendur það í huga að refillinn væri ein mynd og allar myndirnar þyrftu að passa saman og mynda eina heild þegar upp væri staðið.
Fjórir nemendur í Grundarfirði tóku fyrir þjóðsögu af tröllkerlingunni í Mýrarhrynu en til eru nokkrar útgáfur af sögunni og meðal annars var stuðst við munnmælasögu sem skráð var eftir fullorðinni konu af svæðinu og sjáum við mjög áhugaverða útfærslu nemenda á sögunni.
Sýningin mun standa út maímánuð.


Commentaires