Sýning 7.-8. bekkjar í þjóðgarðsmiðstöðinni í tilefni alþjóðaárs jökla
Fimmtudaginn 27. mars opnaði sýning á verkum nemenda úr 7.-8. bekk á vatnslitamyndum þar sem unnið var með hvernig Snæfellsjökull gæti hugsanlega litið út eftir 20-30 ár. Verkin voru unnin í tilefni alþjóðaárs jökla 2025.
Ragnhildur Sigurðardóttir, nýr þjóðgarðvörður Snæfellsjökulþjóðgarðs og Eva Dögg Einarsdóttir yfirlandvörður tóku á móti hópnum og buðu hann velkominn og voru með fræðslu um jökla.
Sýningin mun standa áfram í nokkrar vikur og nú er kjörið tækifæri fyrir nemendur að bjóða foreldrum og öðrum sem þeir vilja með sér á sýninguna.



Comments