Símalaus skóli
- hugrune
- 5 days ago
- 1 min read
Þann 1.apríl s.l. voru þrjú ár liðin frá því að við tókum ákvörðun í samráði við nemendur að gera Grunnskóla Snæfellsbæjar að símalausum skóla. Fram að því höfðum við verið með einn símalausan dag í viku sem hafði gengið nokkuð vel.
Hugmyndin að símalausum skóla var ekki úr lausu lofti gripin. Starfsfólki skólans þótti komið nóg af samskiptaleysi nemenda í frímínútum. Til stuðnings mátti vísa í rannsóknir sem sýndu fram á skaðsemi síma- og samfélagsmiðlanotkunar. Slíkum rannsóknum hefur fjölgað á þessum þremur árum og sýna flestar sömu niðurstöður. Þar má t.d. vísa í niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á Menntavísindasviði HÍ árið 2003 og sýna að mikil netsamskipti geta haft alvarlega áhrif á líðan og heilsu ungs fólks. Einnig þótti ljóst að sambandið milli netsamskipta og geðheilsu er flókið viðfangsefni og margir þættir sem þarf að rannsaka betur. Rannsóknir hafa einnig sýnt að óhófleg skjánotkun getur haft áhrif á svefn, andlega líðan, nám og minni, dregið úr samskiptum við fjölskyldu og vini og aukið líkur á ofþyngd og offitu. Þar að auki hefur skapast vettvangur til eineltis í gegnum tækin.

Opmerkingen