Sædís Rún - leikmaður kvennalandsliðsins
Knattspyrnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og atvinnumaður með norska liðinu Vålerenga kom í heimsókn í skólann og talaði við nemendur í 5.-7.b.
Sædís byrjaði fótboltaferil sinn hjá Víkingi Ólafsvík og þaðan lá leið hennar í meistaraflokk Stjörnunnar og í framhaldi í atvinnumennsku til Noregs.
Sædís lagði áherslu á að til að ná árangri þarf maður að tileinka sér ábyrgð og skipulag. Þá skiptir máli að geta unnið með öðrum, koma vel fram við aðra og umfram allt að vera góð manneskja.
Nemendur spurðu margra góðra spurninga og að lokum fengu nemendur sem vildu eiginhandaráritun.
留言