Sumarlestur 2021
Updated: Sep 29, 2021
Grunnskóli Snæfellsbæjar stóð fyrir sumarlestri í fimmta sinn í sumar. Markmiðið með sumarlestri er að hvetja nemendur til að lesa meira yfir sumartímann til að viðhalda þeirri færni sem þeir hafa náð í lestri eftir skólaárið. Nemendur voru hvattir til að velja sér fjölbreytt lestrarefni sem höfðaði til áhugasviðs þeirra. Yfirskrift sumarlestursins í ár var ,,Æfingin skapar meistarann”.
Þátttakan var góð og greinilegt að margir höfðu lagt sig fram við lesturinn í sumar.
Verðlaunin að þessu sinni voru landsliðstreyjur með áletrun frá íslenska kvennalandsliðinu og fótboltar sem liðsmenn Víkings Ólafsvíkur árituðu.
Dregin voru út nöfn nemenda í tveimur aldurshópum í 2.-5. bekk og 6.-9. bekk.
Þeir sem hlutu verðlaun að þessu sinni voru:
Eyrún Lilja Einarsdóttir 9.b.
Adrian Ingvi Jacunski 7.b.
Amelia Pielechowska 4.b.
Hilmar Bjarni Gunnarsson 3.b.
Comments