top of page

Stenfumótunarvinna

Í lok október fékk skólinn góða gesti þegar fulltrúar Umhverfisstofnunar og starfsmenn Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls funduðu með 20 nemendum skólans í 5. til 10. bekk ásamt öllum nemendum Lýsudeildar. Tilefnið var endurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins en í þeirri vinnu er víðtækt samráð haft við hagsmunaaðila. Umhverfisstofnun fjallið um einn mikilvægasta hagsmunahópinn, unga fólkið í Snæfellsbæ á vef sínum. Þar kemur meðal annars fram að fundurinn hafi verið góður og hugmyndavinnan fjölbreytt og áhugaverð. Fundir sem þessi eru hugsaðir sem nokkur skonar barnaþing um Þjóðgarðinn Snæfellsbæ en eins og fram kemur í 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er það réttur barna að fá að láta sínar skoðanir í ljós í málefnum sem varða þau. Stefnumótun Þjóðgarðsins er mjög mikilvægt málefni sem varðar þau. Einnig var haldinn fundur með nemendum Fjölbrautaskóla Snæfellsness og eru þetta fyrstu fundirnar em Umhverfisstofnun stendur fyrir og eru hluti af því að bæta samráð og samstarf við almenning um náttúruverndarmál. Aðspurðir um hvort þeim fyndist mikilvægt að taka þátt í verkefni sem þessu voru nemendur sammála um að svo væri. Það er alltaf ánægjulegt þegar samfélagið hefur samstarf við nemendur, fram komu margar góðar hugmyndir og sjónarmið sem Umhverfisstofnun segir í frétt sinni á vef stofnunarinnar að muni nýtast vel í áætlanagerð stofnunarinnar um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul.





Comentarios


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page