Stefnumarkandi rit
Á heimasíðu skólans er að finna stefnumarkandi rit sem lýsa vel skólastarfinu, þetta eru skólanámskrá, starfsáætlun og sjálfsmatsskýrsla.
Skólanámskrá er ætlað það hlutverk að lýsa skólastarfi hvers skóla, sérkennum hans, sérstöðu og staðbundnum aðstæðum. Skólanámskrá er endurskoðuð á þriggja ára fresti. Starfsáætlun er gefin út á hverju hausti. Í henni er m.a. gerð grein fyrir skóladagatali, skólareglum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Samkvæmt 35. og 36. grein grunnskólalaga frá 2008 ber öllum grunnskólum að framkvæma kerfisbundið sjálfsmat. Tilgangur þess er að kanna hvort markmiðum skólans hefur verið náð, greina sterka og veika þætti í skólastarfinu og skapa þannig grunn að umbótum.
Hvetjum við foreldra til að kynna sér þessi rit.
Comments