top of page
Search

Starrhótel, nýtt hótel á Hellissandi,

  • Writer: hugrune
    hugrune
  • Apr 4
  • 1 min read

Nemendur 8.bekkjar hafa unnið að því verkefni í vetur að smíða og mála fuglahús.

Hörður Rafnsson smíðakennari fékk þessa bráðsnjöllu hugmynd í haust og hlaut hún góðan hljómgrunn hjá Hilmari skólastjóra og Vagni húsverði sem hafa aðstoðað við verkefnið með ýmsum hætti. 


Afrakstur vinnunnar var settur upp í morgun og nú er bara að sjá hvort einhverjir smáfuglar nýta sér aðstöðuna. Vigfús Bjarnason setti upp öflugan staur sem búið er að hengja húsin á. Vigfús tók myndina sem sýnir hótelið úr lofti en á annarri myndinni má sjá þá nemendur 8.bekkjar sem eru í smíðalotu þessa dagana, ásamt Herði smíðakennara.  





 
 
 

Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page