top of page

Starfseflingardagur

Tók í dag þátt í starfseflingardegi í Ólafsvík fyrir starfsfólk skólanna á Snæfellsnesi. Fjallað var um nám við hæfi eða menntun fyrir alla. Það var dásamlegt að fá loks að hittast. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá um starf með fjölbreyttum nemendahópum, samstarf heimila og skóla, hegðunarörðugleika og samskipti, skapandi kennsluaðferðir, hringekjur, þemanám, leiðsagnarnám, sveigjanlega kennsluhætti og læsisfimmuna (stöðvavinnu í móðurmáli). Dagskrá má sjá hér:

Það eru forréttindi að fá að fylgjast með öflugu skólaþróunarstarfi á Snæfellsnesi.


Fréttin er tekin af síðu/hóp sem heitir Skólaumbótaspjallið sem er á facebook - Ingvar Sigurgeirsson prófessor við HÍ skrifaði fréttina





​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page