Starfsdagur mánudaginn 2. nóvember
Mánudaginn 2. nóvember verður starfsdagur í skólanum norðan Heiðar. Óbreytt skólastarf verður sunnan Heiðar.
Dagurinn verður nýttur til að skipuleggja skólastarfið með hliðsjón að hertum sóttvarnaráðstöfunum.
Rétt er að undirstrika að reglugerð um skólastarf, sem kynnt verður seinna í dag, sunnudag byggir á reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir tekur gildi á miðvikudag, 4. nóvember.
Skólarnir hafa því svigrúm á mánudag og þriðjudag til þess að aðlaga skólastarf að hertum sóttvarnaraðgerðum.
Comments