top of page

Olweus

Grunnskóli Snæfellsbæjar vinnur samkvæmt eineltisáætlun Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun og hefur gert það frá stofnun hans árið 2004. Markmið áætlunarinnar er að skapa skólaumhverfi þar sem einelti fær ekki þrifist. Áætlunin byggir á fáum meginreglum sem sýnt hefur verið fram á, með vísindalegum rannsóknum, að skili árangri í baráttunni gegn einelti og andfélagslegri hegðun.

Í skólastarfinu er lögð áhersla á að skapa andrúmsloft sem einkennist af jákvæðni, hlýju, alúð og afskiptum starfsfólks af óviðunandi hegðun nemenda.

Hin árlega Olweusarkönnun var lögð fyrir á haustönn 2021 fyrir skólaárið 2021-2022 í umsjón verkefnisstjóra Olweusar. Nemendur í 5.-10. bekk tóku þátt og var könnunin tekin á rafrænu formi. Svarhlutfall var 87,3%.

Niðurstöður sýna að meirihluta nemenda líkar mjög vel eða vel í skólanum eða 74,8% en nemendur sem líður illa eða mjög illa í skólanum eru 3,9%. Um 22,3% nemenda líkar hvorki vel né illa í skólanum. Alls hafa 8,7% nemenda í 5.-10. bekk orðið fyrir einelti tvisvar til þrisvar sinnum í mánuði eða oftar, alls níu nemendur. Það er sami fjöldi og í fyrra. Sjá mynd

Niðurstöður sýna einnig að upplifun nemenda sé sú að hlutur umsjónarkennara við vinnu gegn einelti fer minnkandi.

Margt gengur vel og má þar nefna:

● Skýra og viðeigandi stefnu um velferð og umhyggju fyrir nemendum sem fylgt er eftir.

● Fylgst er með líðan nemenda með könnunum og einstaklingsviðtölum.

● Bekkjarfundir eru haldnir, einstaklingssamtöl, foreldra- og nemendasamtöl, fundur skólastjóra með nemendum. Nemendaráð á fulltrúa í skólaráði.

● Olweusaráætlun vinnur að góðum samskiptum milli nemenda.

Alltaf eru þó tækifæri til úrbóta og má þar m.a. nefna að:

● Hvetja nemendur enn frekar til þess að sýna umburðarlyndi og þróa hæfni sína í mannlegum samskiptum.

● Að starfsfólk geri vinnu sína gegn einelti sýnilegri í skólanum og að nemendur hafi meira um það að segja.





Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page