top of page

Nýtt fréttabréf

Nýtt fréttabréf er hægt að nálgast á þessari slóð - https://sites.google.com/gsnbskoli.is/7fbgsnb/home

Þessi fyrsti mánuður hefur gengið mjög vel. Við allt skipulag skólastarfsins höfum við haft sóttvarnarreglur að leiðarljósi. Enn hefur ekkert smit komið upp í skólanum, hvorki meðal starfsfólks né nemenda. Sjö starfsmenn og nemendur smituðust í haust en vel tókst að komast í veg fyrir frekari útbreiðslu. Starfsfólk skólans á stóran þátt í því með góðu skipulagi og ábyrgri hegðun. Takk fyrir það. Nú í byrjun árs, þann 4. janúar, voru flest smit í Snæfellsbæ eða 33 talsins Þriðjudaginn 25. janúar voru þau komin niður fjögur! Glæsilegt. Mér finnst, heilt yfir að íbúar séu ábyrgir, fari að fyrirmælum og gæti sóttvarna, höldum áfram á þeirri braut. Þessi samstaða íbúa hefur lagt grunninn að því hve vel okkur hefur gengið að halda faraldrinum í skefjum í Snæfellsbæ. Nú eru blikur á lofti og viðbúið að smitum og veikindum fari fjölgandi í skólanum, bæði hjá nemendum og starfsfólki. Við þurfum að halda áfram á braut samstöðu og ábyrgar hegðunar. Með því móti getum við dregið út smitum og flatt fjölda þeirra út.



Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page