top of page

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppni 7.bekkja á Snæfellsnesi fór fram í Ólafsvíkurkirkju fimmtudaginn 27.apríl. Þrír keppendur komu frá hverjum skóla, þ.e. frá Grunnskólanum í Stykkishólmi, Grunnskóla Grundarfjarðar og Grunnskóla Snæfellsbæjar, alls níu nemendur. Upplestrarkeppnin hefur verið haldin í 27 ár og er skemmtileg hefð í samstarfi skólanna á Nesinu.


Nemendur fluttu stuttan kafla úr sögunni Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason, ljóð eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og ljóð að eigin vali.


Skemmst er frá því að segja að nemendur stóðu sig frábærlega og voru sjálfum sér og skólum sínum til sóma. Dómnefnd var skipuð þeim Elvu Ösp Magnúsdóttur, Jósef Ólafi Kjartanssyni og Ragnari Má Ragnarssyni sem völdu þrjá bestu lesarana. Í fyrsta sæti var Diljá Fannberg Þórsdóttir frá Grunnskóla Snæfellsbæjar, í öðru sæti Hugrún María Hólmgeirsdóttir frá Grunnskólanum í Stykkishólmi og í þriðja sæti Fanney Lilja Sveinsdóttir frá Grunnskóla Grundarfjarðar. Landsbankainn gaf verðlaun á hátíðinni sem voru gjafabréf.


Ánægjulegt var að sjá hve margir mættu á viðburðinn.







Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page