Kærar þakkir
Updated: Sep 29, 2023
Fjölskyldan að Ennisbraut 6a í Ólafsvík, þau Þórður Stefánsson, Ólína Kristinsdóttir og Þórdís Þórðardóttir færðu skólanum beinagrind að gjöf sem þau voru „hætt að nota“. Gjöfin mun nýtast vel í nám og kennslu. Hún verður staðsett í myndmenntastofu skólans, á Hellissandi.
Viljum við færa þeim þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
Nemendur voru mjög áhugasamir og fljótir til að rannsaka hana.
Birt 28. september 2023
Comments