Kynjaskepnur í Snæfellsbæ
Þann 14.október var sett upp sýning í þjóðgarðsmiðstöðinni á verkum nemenda úr 2. og 4.bekk í myndmennt þar sem þau unnu með íslenskar kynjaskepnur. Áætlað er að sýningin standi fram í desember. Í verkefninu var stuðst við bækurnar Íslenskar kynjaskepnur eftir Jón Baldur Hlíðberg og Sigurð Ægisson og Skrímsli í sjó og vötnum á Íslandi eftir Þorvald Friðriksson en þar er meðal annars að finna frásagnir um bardaga við skrímsli undir Ólafsvíkurenni og Hafmann í Ólafsvík. Nemendur kynntu sér fjölbreytta flóru kynjaskepna um land allt en beindu líka sjónum sínum af þeim skepum sem sagðar eru búa á Snæfellsnesi. Unnið var í ýmsa miðla í verkefninu með kynjaskepnurnar en einn hluti af því var að þau íhuguðu hvaða kynjaskepnur gætu átt heima í Höskuldará, hvernig hún liti út og hvort hún væri vinsamleg eða ekki.
Comments