Kartöflugarðurinn
Nemendur í þriðja bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi fá það verkefni að setja niður kartöflur að vori og taka upp að hausti þegar þeir koma í 4. bekk.
Uppskeran var góð í ár og voru nemendur virkilega áhugasamir um vinnuna. Kartöflurnar voru soðnar með fiski og voru að sögn annarra nemenda og starfsfólks bestu kartöflur sem þau höfðu borðað.
Comentários