top of page

Jólin eru að koma

Skólakórinn okkar kom fram í gærkveldi á Aðventukvöldi kvennfélagsins. Hátíðleg stund, í upphafi aðventu. Kórinn stóð sig frábærlega og sungu þau alveg eins og englar. Hrós og þakkir til stjórnanda og undirspilara, Veroniku Osterhammers og Nönnu Þórðardóttur.


Um helgina var Piparkökudagurinn á öllum starfstöðvum. Á Lýsu var hann á laugardaginn en norðan Heiðar var hann á óhefðbundnum tíma, það er á sunnudeginum. Þessi breyting virðist hafa mælst vel fyrir þar sem nemendur og aðstandendur mættu vel og mikið var skreytt af piparkökum . Þakkir til stjórna foreldrafélaganna að halda utan um viðburðinn, með góðu skipulagi og fumlausri framkvæmd, eins til þeirra foreldra sem tóku vaktir. Vel gert.


Á morgun er skreytingardagur í skólanum og verið að undirbúa koma jólu. Við erum að undirbúa Jólaútvarpið en það verður í loftinu frá 12. – 18. desember, gengur sá undirbúningur vel.








Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page