top of page
Search

Jólin eru að koma

  • Writer: hugrune
    hugrune
  • Dec 2, 2024
  • 1 min read

Updated: Jan 30

Skólakórinn okkar kom fram í gærkveldi á Aðventukvöldi kvenfélagsins. Hátíðleg stund, í upphafi aðventu. Kórinn stóð sig frábærlega og sungu þau alveg eins og englar. Hrós og þakkir til stjórnanda og undirspilara, Veroniku Osterhammers og Nönnu Þórðardóttur.


Um helgina var Piparkökudagurinn á öllum starfstöðvum. Á Lýsu var hann á laugardaginn en norðan Heiðar var hann á óhefðbundnum tíma, það er á sunnudeginum. Þessi breyting virðist hafa mælst vel fyrir þar sem nemendur og aðstandendur mættu vel og mikið var skreytt af piparkökum. Þakkir til stjórna foreldrafélaganna að halda utan um viðburðinn, með góðu skipulagi og fumlausri framkvæmd, eins til þeirra foreldra sem tóku vaktir. Vel gert.


Á morgun er skreytingardagur í skólanum og verið er að undirbúa komu jóla. Við erum að undirbúa Jólaútvarpið, sem verður í loftinu frá 12. – 18. desember, gengur sá undirbúningur vel.







 
 
 

Comentarios


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page