Jólaþema
Updated: Jan 30
Fimmtudaginn 12. desember var jólaþema í 5.-10. bekk. Boðið var upp á fjölbreytt verkefni á þremur stöðvum. Á fyrstu stöðinni var Tarzan-leikur í íþróttahúsinu, á annarri stöð voru pappírsbrot, könglar, jólasokkar og spilastöð, á þriðju stöðinni voru málaðar krukkur og kertastjakar ásamt því sem nemendur skáru út og steiktu laufabrauð.
Lagt var upp með samveru vinabekkja að þessu sinni þar sem eldri og yngri nemendur unnu saman að verkefnum. Þá var fyrsta útsending jólaútvarps GSnb þennan morgun og var notalegt að hlusta á jólalög í bland við skemmtilegar kynningar frá nemendum.
Jólaþemað einkenndist því af notalegri stund nemenda og starfsfólks í aðdraganda jólanna.


Comments