Innan skóla upplestrarkeppnin
Innan skóla upplestrarkeppnin í 7.bekk var haldin þriðjudaginn 30. apríl. Hver nemandi las brot úr bókinni „Blokkin á heimsenda“ og ljóð að eigin vali. Keppendur stóðu sig allir vel, voru sjálfum sér og skólanum til mikils sóma. Það er alltaf sigur fyrir nemendur að standa upp og lesa fyrir fullan sal af fullorðnu fólki. Dómarar voru þau Elva Ösp Magnúsdóttir, Sigurbjörg Jóhannesdóttir og Ægir Örn Sveinsson og viljum við þakka þeim fyrir vel unnin störf. Þrír nemendur og einn til vara voru valdir til að vera fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni á Snæfellsnesi sem verður haldin í Grundarfirði miðvikudaginn 8. maí en það eru þau Elín Una Eggertsdóttir, Friðrika Rún Þorsteinsdóttir, Hrefna Jónsdóttir og Steinar Henry Oddsson.
Comments