Hér er töluð allskonar íslenska
Símenntun á Vesturlandi stendur nú í maí fyrir átakinu “Hér er töluð allskonar íslenska”. Grunnskólinn tekur þátt og markmið verkefnisins er að vekja athygli á og vitund um allskonar íslensku. Starfsfólk skólans mun bera barmmerki með áletruninni að hér sé töluð allskonar íslenska. Við umberum sem fjölbreyttust „svipbrigði“ málsins og hvetjum alla til að tala íslensku, hver með sínum hreim.
Comments