Heimsókn frá safnkennara Árnastofnunar
Í síðustu viku kom Marta Guðrún Jóhannesdóttir, safnkennari við Árnastofnun, í heimsókn í tengslum við verkefnið Hvað er með ásum, sem 3.-4. bekkur hafa unnið að síðastliðnar vikur. Verkefnið er fræðslu- og listsköpunarverk fyrir nemendur byggt á norrænni goðafræði. Tilkoma verkefnisins er opnun nýrrar handritasýningar „Heimur í orðum“ í Eddu. Marta kom með eftirlíkingu af Flateyjarbók og kynnti fyrir nemendum hvernig handritin voru unnin og fengu nemendur að spreyta sig á að skrifa með fjaðurstaf og bleki á skinn.
Heimsókn Mörtu mæltis vel meðal nemenda sem voru mjög áhugasamir og fengu nemendur boðsmiða á sýninguna, frítt er inn á sýninguna fyrir ungmenni yngri en 18 ára en nemendur geta boðið fullorðnum með sér. Við fengum einnig góða gesti frá Lýsuhól en nemendur þaðan komu og tóku þátt í kynningunni með 3.-4. bekk og eftir hádegi mættu 5.-6. bekkur á kynningu hjá Mörtu. Heimsókn frá safnkennara Árnastofnunar.




Comments