top of page

Góður fundur og frábær mæting

Þriðjudaginn 8. október stóðu skólinn og foreldarfélögin fyrir fundi um samskipti og einelti í Klifi. Mætingin á fundinn var frábær, um 160 manns mættu en í skólanum eru 221 nemendur. Kærar þakkir þau ykkar sem mættuð.


Vanda Sigurgeirsdóttir frá KVAN var fyrirlesari kvöldsins og fjallaði hún m.a. í máli sínu um samskipti í víðum skilningi, miklvægi góðra fyrirmynda, einkenni sterkra og veikra hópa, mikilvægi samskipti foreldra og góðs foreldrasamstarfs. Jafnframt svaraði hún spurningum úr sal.


Á þessu skólaári er lögð áhersla á að efla skólabraginn hjá okkur með því að vinna með einkunnarorð skólans en þau eru sjálfstæði, metnaður og samkennd. Það munum við gera með aðstoð KVAN en starfsfólk mun sitja námskeið undir yfirskriftinni Verkfærakistan allt þetta skólaár. Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum verkfæri til að stuðla að bættum bekkjaranda, styrkingu hópa, auka samkennd og samvinnu, bæta félags-, vináttu- og leiðtogafærni og aðferðir til að aðstoða börn í félagslegum vanda. Þannig má vinna gegn einelti og annarri neikvæðri hegðun, ásamt því að bæta líðan og farsæld barnanna í skólanum. Að loknu námskeiðinu ættu þátttakendur að hafa öðlast verkfæri til að bera kennsl á og vinna með einstaklinga sem eiga í félagslegum vanda annars vegar og hópa sem glíma við samskiptavanda hins vegar.







Commenti


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page