top of page

Góðar umræður - frábær mæting

Updated: Sep 18

Þriðjudaginn 17. sept. stóðu leik- og grunnskólinn ásamt foreldrafélögunum fyrir fundi um mikilvægi góðs foreldrasamstarfs og gerð farsældarsáttmála. Sigurjón Már Fox starfsmaður Heimilis og skóla stýrði vinnunni. Fundurinn var frábærlega vel sóttur, tæplega 90 foreldrar mættu og sköpuðust líflegar umræður um farsældarsáttmála í hverri deild eða stigi. Margir töldu nauðsynlegt að vinna sáttmála fyrir hvern árgang grunnskólans, ekki stig. Allir hópar skiluðu af sér sáttmála fyrir sína deild eða stig.

Farsældarsáttmáli er verkfæri sem byggir á að foreldrar koma sér saman um ákveðin viðmið eða gildi sem þeir telja mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska allra barna í skólasamfélaginu. Hópurinn sameinast um viðmiðin í sáttmálanum og myndar þannig þorp utan um börnin.










Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page