Grænfáni – mat á stöðunni
Á vordögum fengum ítarlega og góða úttekt á stöðu umhverfismála í skólanum. Í lokaorðum úttektarinnar kemur m.a. fram að:
„Grunnskóli Snæfellsbæjar hefur staðið sig vel í verkefninu, þið eruð að vinna fjölmörg verkefni sem tengjast sjálfbærnimálunum í öllum árgöngum. Þau eru fjölbreytt og skapandi. Þið eruð búin að vera lengi í Grænfánanum að ákveðinn grunnur í því starfi er orðinn að sjálfsögðum lið í skólastarfinu. Gott dæmi um það eru ykkar fjölmörgu átthagaverkefni og þessi flotta góðgerðavika!“
Til hamingju öll.
Comments