Góð gjöf
Updated: Sep 17, 2023
Hallgrímur Axelsson smiður og verkfræðingur sem nú er í viðhalssverkefnum á þaki starfstöðvar skólans á Hellissandi kom færandi hendi einn morguninn og gaf skólanum sex eintök af spili sínu, Orðaskaki sem hann samdi. Spilið gengur út á að mynda orð og safna þeim. Takmarkið er að safna 6 orðum og sá sem nær því marki fyrst vinnur spilið. Spilin koma sér vel, munu nýtast vel í íslenskukennslu og þróunarverkefni sem skólinn er að taka þátt í og nefnist Orð af orði eða Orðaforði.
Opmerkingen