Fyrirlestur um skaðsemi nikótíns
Updated: Jan 30
Í dag var Andrea Ýr Jónsdóttir hjá Heilsulausnum með fyrirlestur um skaðsemi nikótíns fyrir nemendur í 7. - 10. bekk. Nemendur voru áhugasamir og hlustuðu af athygli. Það kom meðal annars fram í máli Andreu að í einum munntóbakspúða væri jafn mikið magn og í einum og hálfum sígarettupakka! Jafnframt sem munntóbak eyðileggi glerung og tannhold.
Foreldrum stendur til boða netfræðsla þar sem helstu upplýsingar eru um fræðsluna og mun fræðslan opnast þar 16. janúar (kl. 16:00) og verður opin til 20. janúar. Hvetjum alla foreldra til að horfa á fyrirlesturinn og taka umræðuna við börnin sín.

Комментарии