top of page

Fréttatilkynning frá skólanum

27. júní s.l. lést Kristina Hanzin, aðstoðarmaður í eldhúsi skólans norðan Heiðar eftir stutt veikindi.


Kristina var fastráðin við skólann haustið 2021 en um nokkurn tíma þar á undan sinnti hún tilfallandi afleysingum.


Kristina var alltaf brosandi og aldrei nein vandamál hjá henni, bara lausnir og gekk hún í öll þau verkefni sem henni voru falin með bros á vör. Hún barmaði sér aldrei þó heilsan væri ekki alltaf upp á það besta, heldur mætti hún til vinnu, harkaði af sér og sinnti sínum verkefnum. Kristina hafði yndi af því að klæðast litskrúðugum og skrautlegum fötum, svo eftir var tekið. Hún var sælkeri og átti alltaf súkkulaði uppi í skáp, til að grípa í þegar löngunin kallaði. Kristina var ekki sterk í íslenskunni þegar hún hóf störf en fór mikið fram þann tíma sem hún vann í skólanum Hún hafði sig ekki mikið í frammi, var hógvær en spjallaði við þá sem gáfu sig að henni, jafnt starfsfólk sem nemendur sem heimsóttu hana í eldhúsið til að spjalla. Kristina var góður samstarfsfélagi og verður sárt saknað í skólasamfélaginu.


Kristina var í fæðingarorlofi þegar dauða hennar bar að en þau hjónin eignuðust son í janúar. Fyrir áttu þau annan son á nítjánda ári. Við vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð og þökkum ánægjuleg kynni í gegnum tíðina.


Kristina verður jarðsett í Ólafsvíkurkirkjugarði þriðjudaginn 16. júlí kl. 15:00. Boðið verður upp á veitingar að athöfn lokinni á starfstöð skólans í Ólafsvík.



​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page