top of page

Fréttabréf

Skólastarfið fer mjög vel af stað og lofar góðu fyrir það sem koma skal. Starfsfólk og nemendur komu vel stemmd til starfa og einkenndist vikan af vinnusemi, samvinnu, jákvæðni, gleði og hjálpsemi.


Neðst í fréttabréfinu (sjá https://sites.google.com/gsnbskoli.is/2fbgsnb/home) eru þær sóttvarnareglur sem við vinnum eftir og það eru tvær reglur sem við óskum eftir að foreldrar hjálpi börnum sínum við að framfylgja:

Nemendur komi með vatn á vatnsbrúsum - vatnsvélar og mjólkurvélar verða lokaðar – til að fækka snertismitum.

Nemendur komi ekki of snemma í skólann, helst ekki fyrr en 10 mínútum áður en skóli hefst – vont að nemendur séu að blandast mikið fyrir skóla.




​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page