Search
Frá bókasafni skólans
- hugrune
- Jan 12, 2022
- 1 min read
Í haust var skráningarkerfi bókasafns starfstöðvarinnar í Ólafsvík uppfært. Kom þá í ljós að töluvert af bókum hafa ekki skilað sér, því langar okkur til að athuga hvort það leynast bækur á ykkar heimili merktar Grunnskóla Snæfellsbæjar. Einnig hefur borið á því að bækur sem hafa verið notaðar í kennslu, bekkjarsett, hafi ekki skilað sér til skólans, til dæmis Korku saga og bókin um Emil og Skunda sem eru ófáanlegar í dag. Þá langar okkur að auglýsa eftir nýlegum barna- og unglingabókum (ekki eldri en útgáfuár 2015) ef fólk vill losa sig við bækur og gefa til skólans.

Comments