top of page

Fjórar hátíðir á einum sólarhring

Á einum sólarhring vorum við með fjórar hátíðir. Norðan Heiðar var útskrift, afmælishátíð og skólaslit – sunnan Heiðar skólaslit og útskrift.

Á skólaslitum, norðan Heiðar var Krabbameinsfélagi Snæfellsness fært söfnunarfé þemadaga, 903.850 kr. En í apríl vorum við með þemadaga með yfirskriftinni - Látum gott af okkur leiða. Markmið þemadaganna var að vinna með einkunnarorð skólans sem eru Sjálfstæði - Metnaður - Samkennd.

Allar þessar hátíðir tókust einstaklega vel, vel skipulagðar og framkvæmdin fumlaus. Hátíðarbragur og gleði einkenndu hátíðirnar, gleðin skein úr öllum andlitum.

Við þökkum nemendum fyrir ánægjulega samveru þetta skólaár, foreldrum fyrir gott samstarf og starfsfólki fyrir óeigingjörn og vel unnin störf.















​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page