Fiskvinnsla heimsótt
Updated: 7 minutes ago
Þann 19. nóvember fór 7. bekkur í árvisst verkefni í átthagafræði. Markmiðið með þessu verkefni er að nemendur kynnist sögu fiskvinnslu í Snæfellsbæ og starfsemi ólíkra fiskverkunarfyrirtækja. Heimsókn í tvö fiskverkunarhús sem vinna sjávarafla með ólíkum hætti. Áhersla var lögð á upplifun. Þau heimsóttu Hraðfrystihús Hellissands og Valafell. Þökkum þessum fyrirtækjum fyrir frábærar móttökur og nemendur höfðu gaman af.
Kommentare