Danskennsla í janúar
Jón Pétur Úlfljótsson, danskennari var hjá okkur í þrjá daga í vikunni. Hann hitti alla nemendur skólans nánast á hverjum degi, ýmist hvern bekk fyrir sig eða í blönduðum hópum. Markmiðið var að auka samkennd nemenda, efla þau félagslega og í samskiptum við aðra. Í lokin dönsuðu nemendur 1.-4. bekkjar saman og síðan 5.-10.bekkur. Nemendur stóðu sig almennt mjög vel og gaman að fylgjast hvað þau eldri sýndu þeim yngri gott fordæmi með þátttöku og framkomu.
Comments