top of page

Dans og litahlaup

Fimmtudaginn 26. september verður uppbrot á skólastarfinu, í tilefni heilsuviku Snæfellsbæjar. Í hádeginu, kl. 12:00 verður samdans hjá 1.-10. bekk í íþróttahúsinu. Að honum loknum förum við í litahlaup sem hefst um kl. 12:40 við Ólafsvíkurkirkju.


Allir nemendur fá hvítan bol með merki skólans sem þeir nota í hlaupinu en við viljum biðja ykkur um að passa að senda þau í fatnaði sem má koma litur í. Ekki koma í skóm eða fatnaði sem þið viljið ekki fá lit í, t.d. loðnu 66 peysurnar, hvítir skór, loð á hettum o.fl. Gott er að vera með buff og gleraugu (t.d. sund- eða sólgleraugu) til að hlífa augum og hári.


Þeir nemendur sem eru að fara í rútu/skólabíl eru beðnir um að taka með sér aukaföt svo við setjum ekki lit í sætin. Gott ef þau eru með plastpoka undir litafötin.


Einnig verður i boði að fara í sund/sturtu fyrir þá nemendur sem mega fara ein í sund, aðrir í fylgd með fullorðnum.


Að þessum viðburðum loknum er skóladeginum lokið og nemendum frjálst að fara heim. Skólabær er opinn fyrir þá sem þar eru skráðir.


Foreldrar velkomnir að koma og fylgast með eða hlaupa með.


Fögnum fjölbreytileikanum og höfum gaman.





Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page