top of page

Dagur íslenskrar tungu

Föstudaginn 15. nóvember héldum við upp á Dag íslenskrar tungu. Á yngsta stigi komu nemendur saman á sal skólans og sungu saman þrjú lög, texta sem fjölluðu um mikilvægi þess að rækta íslenskuna og að vera dugleg að lesa. Þetta var hátíðleg stund, nemendur hlustuðu vel á kynna hátíðarinnar sem voru þau Kristel Marín og Pétur í fjórða bekk.


Smásagnasamkeppnin í 1.-4.bekk fór fram að venju í tilefni dagsins. Allir sögurnar voru góðar og þeir sem skiluðu inn sögu í raun sigurvegarar og fengu skjöl fyrir sínar sögur. Erfitt var að gera upp á milli sagnanna en dómnefnd valdi eina úr hverjum bekk sem hlaut verðlaun.


Í ár hlutu eftirfarandi nemendur verðlaun:


1.b: Alparós Elva Sindradóttir fyrir söguna Þegar ég breyttist í hafmeyju.


2.b: Anna Veronika Smáradóttir fyrir söguna Litli flóðhesturinn.


3.b: Embla Rós Guðbjartsdóttir fyrir söguna Stelpurnar og ræninginn.


4.b: Emir Dokara fyrir söguna Óheppna slysið.


Við óskum þessum nemendum til hamingju með frábæra frammistöðu.


Í 5.-7. bekk unnu nemendur í hópum með samsett orð Jónasar Hallgrímssonar sem eru um 200 talsins. Nemendur unnu með orðin og merkingu þeirra og settu saman ný orð.


Í 8.-10. bekk var fjallað um Jónas Hallgrímsson, sýnd áhugaverð myndbönd og rætt um fjölbreytt orð og íslenska tungu.





Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page