Bók um Ísabrot, jöklar í íslenskri myndlist
Nú á dögunum fékk skólinnn afhenta bók um verkefnið Ísabrot, jöklar í íslenskri myndlist frá Listasafni Íslands sem þakklætisvott fyrir þátttöku okkar í verkefninu. Verkefnið var samvinnuverkefni Listasafns Íslands, starfandi listamanna og nokkura skóla um allt land.
Linda Ólafsdóttir sem hefur skrifað og myndlýst margar barnabækur var með smiðju sem heitir Hvað er inni í jöklinum og tóku 3. og 6.bekkur þátt í henni. 6.bekkur sýndi sín verk í Þjóðgarðsmiðstöðinni er 3.bekkur tók þátt í sýningu í Safnahúsinu í Reykjavík á Barnamenningarhátíð.
Comments