top of page

Berjamó

Nemendur á yngsta stigi í Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi skelltu sér í árlega berjaferð sína föstudaginn 10. september í góðu haustveðri. Farið var með rútu út fyrir Snæfellsjökul, stoppað var á sama stað eins og svo oft áður á móts við Saxhól. Þar er gott berjaland og aðstæður góðar fyrir ungt berjatínslufólk. Berjaspretta á landinu hefur verið misjöfn en full var af berjum eins og börnin orðuðu það. 3. bekkur mun svo sulta úr sínum berjum og fara með sultu heim en bæði berjaferðin og sultugerðin er hluti af námskrá skólans í Átthagafræði.




Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page