top of page
Search

Dans

  • Writer: hugrune
    hugrune
  • Oct 5, 2021
  • 1 min read

Undanfarnar þrjár vikur hefur Jón Pétur Úlfljótsson, danskennari verið hjá okkur og kennt dans í 1.-10.bekk. Aðal áherslan var á að kenna nemendum á mið- og unglingastigi, en yngri bekkirnir fengu líka að dansa. Tímabilinu lauk með því að allir nemendur í 1.-10.bekk dönsuðu saman, þar sem þau elstu aðstoðuðu þau yngstu.

Í danskennslu fer ekki einungis fram kennsla í að taka sporið og að fylgja takti heldur fer fram heilmikil þjálfun í félagsfærni, samvinnu og tillitssemi.

Það er alltaf jafn gaman að sjá hvað nemendur taka virkan þátt í dansinum og mikill fengur að Jón Pétur skuli koma til okkar á hverju hausti til að hlú að þessu mikilvæga verkefni með okkur.



 
 
 

Comentários


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page